top of page

Viðtal

Við tókum viðtal við Benedikt Ófeigsson sem vinnur á Veðurstofunni og er sérfræðingur í jarðskorpuhreyfingum.

 

 

Af hverju eru stærstu jarðskjálftarnir ekki þeir mannskæðustu?

-Það eru svo margir þættir sem stýra því hversu margir verða fyrir áhrifum skjálfta. Það fer eftir því hversu margir búa á svæðinu og hvar skjálftinn er. Ef skjálftinn er einhversstaðar í miðju landi þar sem enginn býr nánast þá eru þeir ekki mannskæðir en síðan er annar þáttur sem hefur mikil áhrif, hvers eðlis skjálftarnir eru. Þá er að segja að það er talað um samgengis skjálfta, sniðgengis skjálfta (eins og á beltunum okkar) og síðan siggengis skjálftar. Samgengis skjálftar eru yfirleitt mannskæðastir og ein af ástæðunum fyrir því er sú að þeir verða oft á hafsbotni og geta valdið tsunami.

 

Er stanslaust verið að mæla jarðskorpuhreyfingar allstaðar?

-Já, það eru rekin net um allan heim. Það eru nokkrir staðir í heiminum þar sem er verið að vinna úr skjálftagögnunum frá öllum heiminum og nema skjálftana og meta stærðina. Netið nær víða um heiminn um hundruð stöðva. En síðan rekum við okkar litla net og það notum við til að mæla hérna. Við reynum að mæla og vakta öll svæðin. Við erum með hátt í 100 skjálftanema dreifð um landið sem eru að streyma gögnum alltaf. Síðan erum við með sjálfvirkt kerfi sem reynir að finna þegar það verður skjálfti og koma með fyrstu drög af því hvað hann er stór og hvar hann er. Svo eru einhverjir hérna inni (á Veðurstofunni) sem fara kerfisbundið yfir alla skjálfta sem koma inn í sjálfvirka kerfið og laga aðeins ef það er vitlaust staðsett og fara yfir allt.

 

Er hægt að senda viðvörun ef stórir skjálftar eru að koma?

-Nei, í rauninni ekki. Menn eru að reyna að finna fyrirboða fyrir stóra skjálfta en það er ekkert kerfi til í dag sem er áreiðanlegt. Það er í einstaka tilföllum eins og til dæmis 17. Júní árið 2000 varð skjálfti og 4 dögum seinna verður annar skjálfti á svipaðri stærð og það var búið að vara við honum því allt kerfið lifnaði við og þá sáu menn mynstur sem að benti til þess að það væri hugsanlega stór skjálfti að fara að koma aftur. Það hefur tekist einstökum sinnum að vara við skjálftum en annars er það áreiðanlegt. Hins vegar er hægt að vara við flóðbylgju sem kemur en það gerist ekki fyrr en eftir að skjálftinn verður en það verður að gerast mjög fljótlega.

 

Hver er munurinn á richters og mercalli kvarðanum?

-Mercalli kvarði er í rauninni mataáhrif, ekki tala eða einhver stærð, heldur skoðaru áhrifin af skjálfta. Richterskvarðinn er ekki notaður lengur, hann er eldgamall kvarði sem var búinn til fyrir löngu síðan og er mjög takmarkaður. Fyrsta tilraun til þess að leggja raunverulegt mat á stærð skjálfta. Nú notum við það sem kallað er moment stærð eða local stærð á skjálfta og er reiknaður á einhverju leyti svipað og Richterskvarðinn en hefur miklu stærra svið, hann er miklu áreiðanlegri og segir miklu betur hversu raunverulega mikil orka losnaði í hverjum skjálfta. En skjálftar eru það flóknir að það er alltaf pínu vafasamt að segja að þessi skjálfti var svona stór og það segir ekki allt um áhrifin.

 

Hvað fær flekana til að fara í þá átt sem þau fara?

-Það fer soldið eftir því hvar þú ætlar að byrja. Það sem keyrir þetta áfram er að sjálfsögðu hitaframleiðsa frá miðju jarðarinnar en sá hiti þarf að komast út og hann endurspeglast þá í því að það er að bráðna efni og koma upp að jarðskorpunni og þegar þú ert með svo mikla massaflutninga undir yfirborði að þá þarf eitthvað annað að koma í staðinn þá fer allt á hreyfingu. Það sem keyrir þetta allt áfram er hiti sem þarf að komast upp.

bottom of page