top of page

Jarðskjálftinn í Chile árið 1960 er stærsti jarðskjálfti sem skráður hefur verið. 22. maí árið 1960 varð þessi jarðskjálfti en talið er að skjálftinn hafi mælst 9,5 á Richterskvarðanum og átti hann upptök sín á 33 km dýpi. Skjálftamiðjan var um 160 km úti fyrir strönd landsins. Þessi mikli jarðskjálfti olli verulegu tjóni, aðallega í suðurhluta Chile. Skjálftinn kostaði yfir 2.000 manns lífið í Chile, um 3.000 manns slösuðust og 2 milljónir manna voru heimilislausir á eftir. Við jarðskjálftann myndaðist flóðbylgja (tsunami) sem gekk yfir Kyrrahafið og kostaði 61 mann lífið á Hawaii, 138 mannslíf í Japan og 32 á Filippseyjum.

Chile

bottom of page