top of page

Þriðjudaginn 12.janúar 2010 varð stór jarðskjálfti á Haítí. Hann mældist 7 á Richter og var í um 13 kílómetra dýpi. Skjálftamiðja jarðskjálftans var nálægt bænum Léogâne eða 25 kílómetra suðvestur af Port-au-Prince sem er höfuðborg Haítí. 8 eftirskjálftar á stærðinni 4,3-5,9 á Richter mældust á tveimur klst. eftir skjálftann. Þessi öflugi skjálfti olli svakalegu tjóni í þessu fátæka landi og gerði slæmt ástand að hræðilegu. Fjölmargir misstu heimili sín á svipstundu auk þess sem fjöldi manns missti lífið, opinbert mat á manntjóni var 316.000 en margar lægri tölur hafa líka verið nefndar. Hjálparlið hvaðan af úr heiminum þeyttust til Haíti til að leggja sitt af mörkum við að bjarga því sem hægt var að bjarga og fóru þar á meðal nokkrir íslenskir björgunarsveitamenn að hjálpa til við að bjarga fólki úr rústunum. Á Haítí eru húsin illa og þétt byggð og var tjónið því rosalega mikið.

Nokkrir flekar koma saman í grennd við Haítí. Einn flekanna er Karíbaflekinn, en hann er einn af minni flekum á jörðinni. Hann er kreistur saman af hreyfingum Norður-Ameríkuflekans fyrir norðan og Suður-Ameríkuflekans fyrir sunnan og er hann því frekar illa staðsettur. Það má líkja honum við sleipan sveskjustein á milli fingranna. Afleiðingin er sú að Karíbaflekinn færist til austurs á um 2,5 cm hraða á ári.

Haítí

bottom of page