top of page

Af hverju eru stærstu jarðskjálftarnir ekki þeir mannskæðustu og hver eru áhrif þeirra mannskæðustu á heiminn?

Stærstu jarðskjálftar sem hafa mælst á jörðinni eru ekki þeir sem hafa valdið mestu manntjóni. Ástæðan er sú að ýmsar ytri aðstæður hafa áhrif á hversu mikið mann- og eignatjón verður. Til dæmis skiptir máli á hversu miklu dýpi upptök skjálfta eru, en minna tjón verður af völdum djúpra skjálfta en skjálfta af sömu stærð sem eiga upptök sín nær yfirborði jarðar. Gerð mannvirkja, byggingarlag, byggingarefni og undirstaða hefur mikið að segja um það hversu mikið tjón verður. Einnig skiptir miklu máli hversu þéttbýlt er á áhrifasvæði skjálftans og á hvaða tíma sólarhrings skjálftinn verður, þ.e. hvort fólk er innanhúss eða utandyra. Hvort skriðuföll, skjálftaflóðbylgjur, eldar eða aðrar hamfarir fylgja í kjölfar skjálfta hefur einnig mikið að segja um tjón.

Jarðskjálftar eru áhrifamestu náttúruhamfarir sem menn þurfa að takast á við. Sterkur jarðskjálfti á röngum stað á röngum tíma getur valdið miklum fjárhagslegu tjóni og kostað tugþúsundir mannslífa. Jarðskjálftar hafa áhrif á byggingar, en jarðskjálftar geta einnig valdið skriðuföllum í fjöllum. Þessi skriðuföll geta einnig skaðað eignir og skaðað fólk þar sem jörð færist niður á slétt yfirborð. Jarðskjálfti getur haft áhrif á landið á nokkra vegu. Þegar jarðskjálfti verður, hristir það jörðina og veldur því að mannvirki hristist líka. Þegar bygging er gömul eða hefur ekki verið byggð til að standast afl jarðskjálfta getur hún hrunið og valdið skemmdum á aðliggjandi byggingum og fólki.

Áhrif jarðskjálfta

ABOUT US
Our work
SERVICES
Af hverju eru stærstu jarðskjálftarnir ekki þeir mannskæðustu og hver eru áhrif þeirra mannskæðustu á heiminn?
 

Um jarðskjálfta

Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast frá hvor öðrum, eða þrýstast undir hvorn annan. Á öllum þessum flekasamskeytum myndast spenna sem losnar við jarðskjálfta. Mismunandi gerðir jarðskjálfta einkenna mismunandi flekasamskeyti.

Á skilum þar sem flekarnir renna hvor fram hjá öðrum (sniðgengt) eru algengastir svokallaðir sniðgengisskjálftar og ef brotið nær yfirborði geta girðingar, vegir og annað hliðrast um jafnvel nokkra metra. Það fer m.a. eftir þykkt jarðskorpunnar á flekaskilunum hversu mikil spenna getur byggst upp og þar með hversu stórir þessir skjálftar geta orðið. Stærstu skjálftarnir á Íslandi eru af þessari gerð.

Í gosbeltunum eru svonefndir siggengisskjálftar algengastir, þar sem hluti skorpunnar sígur við gliðnun, en sniðgengis- og þrýstigengisskjálftar mælast þar líka. Jarðskorpan er ung og heit í gosbeltunum og því er ekki hægt að byggja upp mikla spennu þar. Afleiðingin er sú að skjálftar þar verða aldrei mjög stórir, varla mikið stærri en u.þ.b. 6 á Richterskvarða.

Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir skjálftar eru best fallnir til að mynda flóðbylgjur eða tsunami.

Að lokum skal þess getið að skjálftar geta orðið inni á miðjum flekum vegna staðbundins þrýstings og að það mælast skjálftar sem eru sambland af þeim skjálftum sem hér hefur verið lýst.

A-frárek eða divergent

B-samrek eða convergent

C-hjárek eða transform

A

B

C

Kvarðar 

Richterskvarði

Richterskvarðinn er notaður til að mæla og bera saman stærð jarðskjálfta. Hann var fundinn upp af Charles Richter og Beno Gutenberg árið 1935. Jarðskjálftinn er mældur með sérstökum Wood-Anderson jarðskjálftamæli (jarðskjálftamælir er mælitæki notað til að mæla jarðskjálftabylgjur). Mælirinn fer frá 1 upp í 10. Við hvert stig í hækkun verður skjálftinn 10 sinnum stærri eða orkan verður 30 sinnum meiri.

Ef styrkur einhvers skjálfta er gefinn upp sem 4 stig á Richter, svo að dæmi sé tekið, þá er skjálfti upp á 7 stig 30 · 30 · 30 = 27.000 sinnum orkumeiri og 10 · 10 · 10 = 1.000 sinnum stærri en sá fyrri. Richterskvarðinn er ekki notaður lengur þar sem stærðir stærstu skjálfta eru nú til dags mældar á vægisstærðarkvarða þar sem Richterskvarðinn getur ekki mælt svo stóra skjálfta.

Mercalli

Mercalli gefur til kynna áhrif skjálftans á mismunandi svæðum og er háður fjarðlægð frá upptökum hans. Til að birta gildi Mercalli kvarðans eru gjarnan teiknuð kort sem sýna hvernig áhrifin dvína með fjarlægð. Mercalli er ekki mældur með stærðfræðiformúlu heldur er til tafla sem er miðað við. Stigin eru 12, þau eru táknuð með rómverskum tölum, frá I (finnum ekki fyrir skjálftanum) til XII (alger eyðilegging).       

Árný og Tina

bottom of page